Margt var um manninn á þinginu.
Margt var um manninn á þinginu.
1 af 2
Ársþing HSV var haldið þriðjudaginn 10 maí í stjórnsýsluhúsinu Ísafirði.  Þingið fór vel fram og var mjög góð mæting, 39 kjörmenn voru mættir en með stjórn og gestum voru yfir 50 manns á þinginu og kom þar vel fram sá styrkur og kraftur sem liggur í hreyfingunni um þessar mundir.   Margar tillögur voru afgreiddar á þinginu og var mikil og góð umræða í nefndum þingsins.  Gestir þingsins voru Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdarstjóri ÍSÍ og Gunnar Gunnarsson stjórnarmaður í UMFÍ og ávörpuðu þau þingið.  Formaður HSV veitti Ásdísi Birnu Pálsdóttur Blakfélaginu Skell silfurmerki HSV en Ásdís hefur verið máttarstólpi í Blakfélaginu í mörg ár og unnið mikið og fórnfúst starf fyrir félagið.  HSV óskar Ásdísi innilega til hamingju með viðurkenninguna.  Marinó Hákonarson var þingforseti og stjórnaði þinginu af mikilli röggsemi.  
Jón Páll Hreinsson var endurkjörinn formaður HSV en aðrir í stjórn sambandsins eru Guðni Guðnason, Maron Pétursson, Erla Jónsdóttir og Sturla Páll Sturluson.  Í varastjórn sitja Margrét Högnadóttir, Ari Hólmsteinsson og Jóhann Krókness Torfason.