1 af 7
Ársþing HSV var haldið fimmtudaginn 3.maí síðastliðinn í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.  Þingforseti var Marinó Hákonarson og Hermann Níelsson til varaþingforseti.  Fjölmargar tillögur lágu fyrir þinginu og sköpuðust góðar umræður í nefndarstörfum.
Jón Páll Hreinsson var endurkjörinn formaður HSV.  Ari Hólmsteinsson og Kolbrún Jónasdóttir voru kosin í aðalstjórn HSV og í varastjórn fengu kosningu Atli Freyr Rúnarsson, Jóhann Torfason og Sigurður Erlingsson.
 Jón Pálsson frá UMFÍ og Garðar Svansson frá ÍSÍ ávörpuðu þingið og veitti Garðar starfsmerki ÍSÍ til Guðna Guðnasonar en Guðni hefur komið að íþróttastarfi hér á Ísafirði frá árinu 1995 sem leikmaður og þjálfari KFÍ og setið í stjórnun KFÍ, unglingaráði KFÍ og aðalstjórn HSV.  
Jón Páll Hreinsson formaður HSV veitti þrjú silfurmerki HSV en þau fengu Hjalti Karlsson, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir og Kristbjörn R. Sigurjónsson en þau hafa öll starfað ötullega innan Skíðafélags Ísafjarðar í fjölmörg ár.