Ársþing HSV fór fram miðvikudaginn 11. maí sl. á 4. hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði. Hafdís Gunnarsdóttir var kosinn þingforseti og stjórnaði hann þinginu af mikilli festu og röggsemi. Þátttakendur í þinginu voru tæplega 40.

Á þingið mætti gestur frá UMFÍ, Jón Aðalsteinn Bergvinsson kynningarfulltrúi og ritstjóri skinfaxa ávarpaði þingið, hann kynnti fyrir þinginu dagskrá sumarsins og viðburði sem framundan eru á vegum UMFÍ. Jón Aðalsteinn sæmdi einnig Sigríði Láru Gunnlaugsdóttir starfsmerki UMFÍ fyrir hennar störf og framlag til íþróttahreyfingarinnar.

Fyrir þinginu lá tillaga um lagabreytingu. Breyting á 5 gr. laga var samþykkt á þinginu. Breytingin felur í sé að verði vanhöld á skýrsluskilum renni upphæð sem ekki er greidd út 30% í afreksmannasjóð og 70% í búnaðarsjóð HSV. Áður rann 100% í afreksmannasjóð. Stjórn HSV og framkvæmdastjóri munu vinna að frekari útfærslu á þessari samþykkt.

Ása Þorleifsdóttir sem gegnt hefur starfi formanns HSV sl. 4 ár gaf ekki kost á sér áfram til formennsku. Lára Ósk Pétursdóttir gefur kost á sér til formennsku. Þær breytingar urðu á stjórn HSV að úr aðalstjórn gengu Baldur Ingi Jónasson, Margrét Björk Brynhildardóttir ásamt Dagný Finnbjörnsdóttir framkvæmdastjóra HSV sem kosin var í stjórn á ársþingi 2021. HSV þakkar þeim innilega fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Í stjórn gengu Axel Sveinsson, Hjördís Þráinsdóttir og Elísa Björk Jónsdóttir. Stjórn HSV er því þannig skipuð:

Lára Ósk Pétursdóttir formaður

Anton Helgi Guðjónsson

Axel Sveinsson

Hjördís Þráinsdóttir

Elísa Björk Jónsdóttir

Varastjórn: 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Ingibjörg Elín Magnúsdóttir

Þóra Marý Arnórsdóttir