Ársþing HSV fór fram miðvikudaginn 19. maí sl. á 4. hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði. Jens Kristmannsson var kosinn þingforseti og stjórnaði hann þinginu af mikilli festu og röggsemi. Þátttakendur í þinginu voru tæplega 50.
Fyrir þinginu lá tillaga stjórnar varðandi innheimtu húsaleigu fyrir þær leiguíbúðir sem íþróttafélög innan vébanda HSV hafa haft aðgang að og HSV séð um að innheimta. Samþykkt var að HSV muni ekki lengur sjá um þessa innheimtu heldur munu Fasteignir Ísafjarðarbæjar gera það. HSV mun framvegis einungis halda utan um þær íbúðir sem styrktar eru af Ísafjarðarbæ. Stjórn HSV og framkvæmdastjóri munu vinna að frekari útfærslu á þessari samþykkt.
Ása Þorleifsdóttir sem gegnt hefur starfi formanns HSV sl. 3 ár gaf áfram kost á sér til formennsku til eins árs. Þær breytingar urðu á stjórn HSV að úr aðalstjórn gengu Hildur Elísabet Pétuesdóttir eftir 6 ára setu og Heimir Hansson sem setið hafði í 4 ár í stjórn félagsins. HSV þakkar þeim innilega fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Í stjórn gengu Anton Helgi Guðjónsson og Dagný Finnbjörnsdóttir. Stjórn HSV er því þannig skipuð:
Ása Þorleifsdóttir formaður
Baldur Ingi Jónasson
Margrét Björk Arnardóttir
Anton Helgi Guðjónsson
Dagný Finnsbjörnsdóttir
Varastjórn:
Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg
Hákon Hermansson
Lára Ósk Pétursdóttir