Áskorun íþróttahéraða!

Íþróttahreyfingin fagnar þeim tilslökunum sem gerðar eru í nýrri reglugerð um íþróttastarf en lýsir þungum áhyggjum af unglingunum á framhaldsskólaaldri.  Þessi hópur virðist hafa gleymst þegar kemur að útfærslu á takmörkunum hverju sinni.

Raddir unga fólksins okkar eru því miður of fáar og þegar við getum ekki hvatt þau til íþróttaiðkunar í jafn langan tíma og raun ber vitni þá höfum við miklar áhyggjur af brottfalli þeirra sem myndi auka líkur á frávikshegðun með tilheyrandi vandamálum.

Íþróttahéruðin hvetja stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína til þessa viðkvæma hóps í þeim afléttingum sem nú þegar eru samþykktar og hleypa fyrrnefndum aldurshópi inn í íþrótta- og æskulýðsstarf á ný, með og án snertinga og með þeim fjöldatakmörkunum sem gilda fyrir íþróttastarf.

Íþróttakveðja,

Héraðassambandið Hrafnaflóki
Héraðssamband Bolungarvíkur
Héraðssambandið Skarphéðinn
Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu
Héraðssamband Strandamanna
Héraðssamband Vestfirðinga
Héraðssamband Þingeyinga
Íþróttabandalag Akraness
Íþróttabandalag Akureyrar
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar
Íþróttabandalag Reykjavíkur
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar
Íþróttabandalag Vestmannaeyja
Íþróttabandalag Suðurnesja
Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands
Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar
Ungmennasamband Borgarfjarðar
Ungmennasamband Eyjafjarðar
Ungmennasamband Kjalarnesþings
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga
Ungmennasambandið Úlfljótur
Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga
Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu