Smávægilegar breytingar á dagskrá Landsmóts 50+
Vegna lítillar (jafnvel engrar) þátttöku falla eftirtaldar greinar niður: Körfubolti 2 á 2, Netabæting og Línubeitning.
Strandblak sem vera átti á morgun föstudag fer fram í kvöld, fimmtudag, kl. 18:00. Spilaður verður sýningarleikur og jafnframt fyrsti leikurinn á nýjum strandblaksvelli í Tungudal. Skellur, sem var eina liðið sem skráð var til leiks, keppir á móti úrvalsliði Dýrafjarðar skipuðum leikmönnum 50 ára og yngri. Við hvetjum alla til þess að mæta í blíðuna í Tungudal og fylgjast með eflaust æsispennandi fyrsta leik vallarins.