Elmar Atli Garðarsson íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018
Elmar Atli Garðarsson íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018
1 af 2

Elmar Atli Garðarson knattspyrnumaður í Vestra var útnefndur íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2018.

Elmar Atli hefur æft og spilað knattspyrnu á Ísafirði frá því í yngri flokkum. Hann var mikilvægur hlekkur í liði Vestra í sumar og spilaði 20 leiki með liðinu í 2. deild þar sem liðið endaði í 3.sæti eftir harða keppni um sæti í Inkasso-deildinni. Elmar Atli spilaði þá þrjá bikarleiki sem Vestri lék á árinu. Dugnaður og eljusemi Elmars smitar út frá sér til liðsfélaga hans. Hann tekur íþrótt sína og hlutverk sitt innan liðsins alvarlega og hefur verið fyrirliði undanfarin tímabil. Hann leggur sig alltaf 100% fram og er frábær liðsmaður innan sem utan vallar.  Þá er hann góð fyrirmynd ungra leikmanna og er iðinn við að miðla reynslu sinni til þeirra.  Elmar Atli var á haustmánuðum kallaður til reynslu hjá sænska liðinu Helsingsborg þar sem hann æfði í viku.

Elmar Atli er heilbrigður og metnaðarfullur íþróttamaður, sem stundar íþrótt sína af miklu kappi. Hann er góð fyrirmynd yngri iðkenda og annarra félagsmanna.