Eva Margrét Kristjánsdóttir leikmaður 9.flokks, stúlknaflokks og meistaraflokks KFÍ hefur verið valin í landslið stúlkna yngri en 15 ára. Er hún meðal tólf leikmanna sem Tómas Holton landsliðsþjálfari valdi. U15 er fyrsta stig í landsliðsstarfi KKÍ og undanfari U16 liðanna sem taka þátt í Norðurlandamótinu ár hvert.

Eva hefur staðið sig vel í leikjum með KFÍ í vetur þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára. Hún hefur verið að spila og æfa með 9. flokki, stúlknaflokki og meistaraflokki kvenna. Lista yfir leikmenn landsliða U15 er að finna á kki.is.  Þetta er frábær árangur hjá Evu og verður gaman að fylgjast með henni í landsliðinu.