Hægt er að sækja um styrk vegna keppnisferða sem farnar hafa verið innanlands, á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót á árinu 2011. Listi yfir styrkhæf mót birtist í fellilista eftir að umsókn hefur verið stofnuð og íþróttagrein valin. Tekið skal fram að einungis er hægt að sækja um ferðir sem þegar hafa verið farnar.
Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 9. janúar 2012.
Íþrótta- og ungmennafélög eru hvött til þess að hefja strax vinnu við að skrá inn á svæðið þær ferðir sem þegar hafa verið farnar á árinu, til að létta álag á kerfinu og flýta fyrir úrvinnslu.
Gert er ráð fyrir því að úthlutun styrkja fari fram í byrjun febrúar 2012.
Haldið er utan um hvert ár sérstaklega í umsóknarkerfinu og því þurfa öll félög/deildir að stofna nýja umsókn árlega. Ekki er hægt að nota vefslóðina frá því í fyrra.
Til úthlutunar fyrir keppnisferðir ársins 2011 er 51,1 m.króna.
Hægt er að komast inn á umsóknarsvæðið með því að smella á kassann hér til hægri á síðunni, sem merktur er sjóðnum, eða með því að smella hér.
Tengiliður Ferðasjóðs íþróttafélaga á skrifstofu ÍSÍ er Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri, sími 514 4000, netfang halla@isi.is .