Í stuttu máli gengur leikurinn út á það að klífa ákveðin fjöll og stimpla í passa með stimplum sem er að finna á fjöllunum. Því næst er passanum skilað inn og verða nöfn heppinna göngugarpa dregin út að leik loknum. Þær gönguleiðir sem eru í Fjallapassanum í ár eru Naustahvilft, Náman í Syðridal í Bolungarvík, Miðfell, Þjófaskarð, Kaldbakur og Sauratindar.
Eiga þátttakendur að fara að minnsta kosti fjórar af þessum sex gönguleiðum áður en þeir skila passanum sínum inn. Leikurinn stendur til 15. september og vegleg verðlaun í boði fyrir heppna þátttakendur.
Að leiknum standa Ásgerður Þorleifsdóttir og Nanný Arna Guðmundsdóttir í samvinnu við Héraðssamband Vestfirðinga og Heilsueflingu í Ísafjarðarbæ.
Allar nánari upplýsingar um leikreglur, hvar hægt er að nálgast passana, verðlaun og fleira er að finna á heimasíðu leiksins www.fjallapassinn.is og á Facebooksíðu Fjallapassans.