Fjórir leikmenn KFÍ hafa verið valdir í æfingahópa yngri landsliða Körfuknattleikssambands Íslands á næsta ári. Hinn bráðefnilegi framherji/miðherji Haukur Rafn Jakobsson, leikmaður 9. flokks drengja KFÍ, var valinn í æfingahóp U15 liðs drengja. Þrjár stúlkur úr hinum efnilega meistaraflokki kvenna eru svo í æfingahópum kvennalandsliðanna. Framherjinn Saga Ólafsdóttir var valin í æfingahóp U15 liðs kvenna og systurnar Linda Marín Kristjánsdóttir var valin í U16 lið kvenna og Eva Margrét Kristjánsdóttir var valin í æfingahóp U18 liðsins. Eva hefur áður bæði æft og spilað með U16 og U18 liðin auk þess sem hún hefur verið valin í æfingahóp A-landsliðsins. 

HSV óskar þessum flotta unga fólki til hamingju og óskar þeim góðs gegnis á landsliðsæfingum.