Frábær árangur hjá sundfólki íþróttafélagsins Ívars.
7.12.09
Frábær árangur hjá sundfólki íþróttafélagsins Ívars.
Tveir þátttakendur, þær Ragney Líf Stefánsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir fóru á vegum íþróttafélagsins Ívars og kepptu á Íslandsmóti ÍF í sundi í 25 metra laug. Það er óhætt að segja að árangurinn hafi verið glæsilegur og fengu þær 10 verðlaunapeninga og Ragney Líf setti 2 Íslandsmet. Ragney bætti 9 ára gamalt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi um þriðjung úr sekúndu. Einnig setti hún Íslandmet í 50 metra bringusundi og bætti metið um rúmar 2 sekúndur. Kristín vann 1 gull, 2 silfur og 1 brons
Ragney keppti í 6 greinum og vann þær allar. Hún keppti í eftirfarandi greinum.