Ísafirði 4. febrúar 2015

Vegna frétta af lyfjamálum Sigfúsar Fossdal kraftlyftingamanns og varaformanns HSV vill stjórn Héraðssambandsins koma eftirfarandi  á framfæri:

Sigfús Fossdal kraftlyftingamaður og varaformaður Héraðssambands Vestfirðinga hefur óskað eftir leyfi frá öllum sínum störfum á vegum sambandsins, samkvæmt grein 10.10 í lögum ÍSÍ um lyfjamál, þar til niðurstaða áfrýjunar í lyfjamáli hans verður ljós.  

HSV hefur mótað forvarnarstefnu og siðareglur sem birtar eru á heimasíðu félagsins hsv.is. HSV fer eftir þeim stefnum í sínu starfi sem og þeim lögum og reglum sem gilda hjá ÍSÍ og UMFÍ og hvikar hvergi frá þeim.