Krakkarnir í 13-14 ára flokki hjá Skíðafélaginu fóru til Dalvíkur og kepptu þar á bikarmóti. Keppt var í svigi og stórsvigi og stóðu krakkarnir sig vel. Frekari úrslit er hægt að nálgast á heimsíðu SFÍ www.snjor.is .
Meistaraflokkur KFÍ unnu öruggan sigur á Ármanni-Þrótti á föstudagskvöldið. Ungu strákarnir hjá KFÍ fengu að spreyta sig mikið í leiknum og stóðu sig mjög vel. Á laugardagin spilaði unglingaflokkur við Fjölnismenn og töpuðu þar 78-94.  Sjá má stigaskor leikmanna á www.kfi.is .

Hjá BÍ fóru strákarnir í 5.flokki á Goðamótið á Akureyri.  Alls fóru 25 strákar í ferðina sem er mikill fjöldi fyrir einn flokk.  Strákarnir stóðu sig vel og var ferðin góð og skemmtileg.