HSV í samstarfi við KFÍ fékk Hafrúnu Kristjánsdóttur doktor í sálfræði, í heimsókn vestur um síðustu helgi. Hafrún hélt tvo fyrirlestra fyrir iðkendur aðildarfélaga HSV. Umfjöllunarefnið var hvernig andlega hliðin getur haft áhrif á árangur í íþróttum, mikilvægi þess að setja sér markmið, hvernig sjálrfstraust spilar stórt hlutverk og árangur hugarþjálfunar. Fyrirlestrarnir voru mjög vel sóttir og mættu rúmlega 70 iðkendur ásamt nokkrum fjölda foreldra og þjálfara. Náði Hafrún vel til áheyranda á öllum aldri sem fylgdust grannt með fræðslunni.
Vonir standa til um að Hafrún komi aftur á vordögum og fylgi þessari fræðslu eftir.