Stelpur úr 3. og 4. bekk í íþróttaskóla HSV á nýju gólfi!
Stelpur úr 3. og 4. bekk í íþróttaskóla HSV á nýju gólfi!

Í morgun kl. 11 var fysta æfing á nýju gólfi íþróttahússins á Torfnesi. Það voru hressar stelpur í 3. og 4. bekk íþróttaskóla HSV sem fóru á handboltaæfingu undir stjórn Óskars Jóns Guðmundssonar. Stelpurnar léku á alls oddi og voru hæstánægðra með nýja gólfið og ekki minnkaði gleðin þegar starfsfólk hússins prófaði nýja hljóðkerfið sem einnig var sett upp í húsinu og tónslist ómaði um salinn.

Framundan er annasöm helgi í húsinu með fjórum blakleikjum og tveimur körfuboltaleikjum:

Laugardagur 20. janúar

Kl. 13.30 blak 1. deild kk Vestri – HKb
Kl. 15.30 blak 1. deild kvk Vestri - HKb
Kl. 18.00 karfa 1. deild kk Vestri – ÍA

Sunnudagur 21. janúar
Kl. 9.30 blak 2. flokkur Vestri - HK
Kl. 11.30 blak 2. flokkur Vestri - HK
Kl. 14.00 karfa 1. deild kk Vestri – ÍA