Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ og hluti af verkefninu Göngum um Ísland. Tilgangur verkefnisins er að fjölskyldur fari saman í fjallgönguferðir og verji því tíma sama um leið og lögð er rækt við útivist og líkamsrækt. Þau fjöll sem sambandsaðilar UMFÍ hafa lagt til að þátttakendur gangi upp eru flest frekar auðveld uppgöngu en miserfið. Póstkassa með gestabókum er að finna á rúmlega tuttugu fjöllum víðsvegar um landið. Eru allir þátttakendur hvattir til að skrifa nafn sitt í gestabækurnar því heppnir göngugarpar verða dregnir úr þeim hópi og þeir veglega verðlaunaðir. Frekari upplýsingar um fjöllin og gönguleiðirnar er að finna á gagnvirku landakorti á vefnum www.ganga.is .
Innan landssvæðis HSV eru tvö fjöll í leiknum og er hitt fjallið er Sauratindar sem eru upp af Sauradal og Arnadal (sjá á korti www.ganga.is). Fljótlega verður svo gengið með póstkassann upp á Sauratinda og ef einhverjir hafa áhuga á því að ganga þangað upp eru þau beðin um að vera í sambandi við framkvæmdarstjóra HSV.