Hópurinn á toppi Kaldbaks með póstkassann góða
Hópurinn á toppi Kaldbaks með póstkassann góða
1 af 3
HSV og Ferðafélag Ísfirðinga gengu í gær sunnudaginn 20.júní upp á Kaldbak við Dýrafjörð.  Tilgangi göngunnar fyrir utan þess að njóta náttúrunnar og stunda góða líkamsrækt var að fara upp með póstkassa fyrir verkefni UMFÍ "fjölskyldan á fjallið".  Farið var af stað frá íþróttahúsinu Torfnesi kl 11:00 og ekið yfir í Fossdal í Arnarfirði þar sem ganga hófst.  Veðrið hefði mátt vera betra en örlítill strekkingur var og þokusúld á toppi fjallsins.  Vegna þokunnar var útsýni á toppi þessa hæsta fjalls Vestfjarða ekkert.  Fjórtán manns kláruðu gönguna á toppinn en fjallið er 998 m hátt.  Þrátt fyrir veðrið var fólk hæstánægt með dagsverkið.  Í haust verður farin önnur ferð upp á Kaldbak þegar sækja á póstkassann og verður þá reynt að velja flott og bjart veður.

Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ og hluti af verkefninu Göngum um Ísland.  Tilgangur verkefnisins er að fjölskyldur fari saman í fjallgönguferðir og verji því tíma sama um leið og lögð er rækt við útivist og líkamsrækt.  Þau fjöll sem sambandsaðilar UMFÍ hafa lagt til að þátttakendur gangi upp eru flest frekar auðveld uppgöngu en miserfið.  Póstkassa með gestabókum er að finna á rúmlega tuttugu fjöllum víðsvegar um landið.  Eru allir þátttakendur hvattir til að skrifa nafn sitt í gestabækurnar því heppnir göngugarpar verða dregnir úr þeim hópi og þeir veglega verðlaunaðir.  Frekari upplýsingar um fjöllin og gönguleiðirnar er að finna á gagnvirku landakorti á vefnum www.ganga.is .

Innan landssvæðis HSV eru tvö fjöll í leiknum og er hitt fjallið er Sauratindar sem eru upp af Sauradal og Arnadal (sjá á korti www.ganga.is).  Fljótlega verður svo gengið með póstkassann upp á Sauratinda og ef einhverjir hafa áhuga á því að ganga þangað upp eru þau beðin um að vera í sambandi við framkvæmdarstjóra HSV.