Íþróttaskóli HSV hefur göngu sína á nýju ári þriðjudaginn 7.janúar. Það er von okkar að sem flestir geti tekið þátt í þeim æfingum sem í boði eru og hver og einn njóti sín við íþróttaiðkun í skólanum. Stundatöflunni hefur verið breytt frá því í haust og nú hafa skíðaæfingar einnig bæst við í töfluna. Endilega kynnið ykkur nýju töfluna hér á heimasíðunni okkar.

Skráning í frístundina er með aðeins öðruvísi hætti en í haust, eflaust einhverjum til mikillar ánægju. Nú þarf ekki að skrá börnin í öll frístundabilin í skráningakerfinu heldur aðeins að yfirfara nafnalista sem sendur var út rétt fyrir jólin og láta vita ef einhverju þarf að breyta. Það þarf hins vegar að skrá börnin  í Íþróttaskóla HSV fyrir vorönnina og það gerið þið inni á heimasíðunni okkar: https://hsv.felog.is/

Ef upp koma vandamál varðandi skráningu í Íþróttaskólann þá endilega sendið Salome tölvupóst á netfangið ithrottaskoli@hsv.is . Ef þið viljið gera breytingar á frístundaskrá barna ykkar þá vinsamlegast sendið Margréti Halldórs tölvupóst á margreth@isafjordur.is 

Með von um gott og heilbrigt samstarf á nýju ári.