Liðsmenn Ívars tóku þátt í Íslandsmóti í einstaklingskeppni í Boccia sem haldið var í Reykjanesbæ nú um síðustu helgi. 200 keppendur frá 12 félögum skráðu sig til leiks. 10 keppendur kepptu fyrir hönd Ívars og náðist góður árangur á mótinu. Magnús H Guðmundsson sigraði í 4. deild og Guðjón Hraunberg Björnsson lenti í 2. sæti í 5. deild. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir komst inn í úrslit í 2. deild en hún komst ekki á verðlaunapall. Það var einnig haft á orði hve miklum framförum Emilía Arnþórsdóttir hefði náð í Boccia frá síðasta móti. Loks á sunnudagskvöld var lokahóf í Stapanum þar sem boðið var upp á góðan mat og svo lauk kvöldinu með balli þar sem allir skemmtu sér konunglega.