Á myndinni eru frá vinstri:  Bjarki Stefánsson framkvæmdastjór HSV, Ásgerður Þorleifsdóttir formaður HSV og Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ.
Á myndinni eru frá vinstri: Bjarki Stefánsson framkvæmdastjór HSV, Ásgerður Þorleifsdóttir formaður HSV og Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ.

Á ársþingi HSV sem haldið var 19. maí sl. hlaut HSV viðurkenninguna fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Ásgerði Þorleifsdóttur formaður HSV tók við viðurkenningunni fyrir hönd sambandsins en það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem hingað var kominn til að afhenda hana.

Fyrirmyndahérað ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar sem snýr að íþróttastarfi. Verkefnið var samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2015 og geta íþróttahéruð ÍSÍ sótt um að fá viðurkenningu til ÍSÍ fyrir fyrirmyndarstarf. Viðurkenningin fæst að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ÍSÍ setur. Til að uppfylla skilyrðin sem fyrirmyndahérað þurfa íþróttahéruðin að fara í gegnum og uppfylla ákveðinn gátlisti með ýmsum atriðum um starfsemi íþróttahéraðsins.  

HSV hefur lengi unnið að þessari viðurkenningu og var það þáverandi framkvæmdastjóra HSV Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir sem bar hitann og þungann af undirbúningi þessarar viðurkenningar. Eru henni færðar bestu þakkir fyrir sitt framlag til þessarar viðurkenningar