Á 47. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær var tilkynnt hvaða héraðssambandi hefði hlotnast hvatningarverðlaun UMFÍ 2011.
Verðlaunin féllu í skaut Héraðssambands Vestfirðinga, HSV, fyrir nýungar í starfi og öflugt samstarf við sveitarfélagið.
Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, tók við viðurkenningunni fyrir hönd héraðssambandsins. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti verðlaunin.
Jón Páll sagði við
viðtöku verðlaunanna að þetta væri ávöxtun mikillar vinnu fjöldmargra aðila innan stjórnar HSV, starfsmanna HSV, stjórna aðildarfélaga HSV, sjálfboðaliða innan HSV og starfsmanna Ísafjarðarbæjar og bæjarstjórn
Ísafjarðar en HSV hefur átt í mjög góðum samskiptum við sveitarfélagið og
vonast til þess að halda því áfram.