Opnað hefur verið fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna inn á vef verkefnisins hjoladivinnuna.is. Hjólað í vinnuna rúllar af stað miðvikudaginn 5.maí og stendur yfir í þrjár vikur eða til þriðjudagsins 25. maí. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Ýmsar upplýsingar og eyðublöð eru að finna inn á hjoladivinnuna.is t.d. forskráningarblað sem tilvalið er að hengja upp á kaffistofunni, eyðublað um almenna skráningu, hvaða starfsmannafjölda á að skrá, ýtarlegar leiðbeiningar um hvernig á að skrá vinnustaðinn til leiks og bæta við nýju liði.