Íþrótta og leikjanámskeið HSV hefst 06. júní nk.
Námskeiðin verða fjögur talsins og eru fyrir öll börn fædd 2013-2016.
Skráning og greiðsla fer fram á þessum vef Sportabler
Námskeiðin verða á eftirfarandi dögum:
12.-16. júní → Verð 6000 krónur
19.-23. júní → Verð 6000 krónur
26.-30. júní → Verð 6000 krónur
Skráningu lýkur kl. 16:00 á fimmtudeginum fyrir námskeiðið sem hefst n.k. mánudag. Þar sem
skipta þarf þátttakendum upp í minni hópa er nauðsynlegt að allar skráningar séu komnar inn í
kerfið á réttum tíma. Gætið að réttum netföngum þar sem dagskrá vikunnar og mikilvægar
upplýsingar eru sendar með tölvupósti á foreldra/forráðamenn áður en námskeiðið hefst.
Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 9-12. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl. 8:30 án
skipulagðrar dagskrár.
Um er að ræða hefðbundið námskeið fyrir börn í 1.-2. bekk þ.e, farið verður í leiki, fjöruferðir,
hjólaferðir, fjallgöngur, sund, ýmsar
íþróttagreinar prófaðar og margt fleira. Mæting fyrir 1.-2.bekk og er við Íþróttahúsið á Torfnesi.
Fyrir börn í 3.-4. bekk verður Klifurnámskeið í viku eitt, golfnámskeið í viku tvö og almennt námskeið í
viku þrjú.
Á öllum námskeiðunum er nesti borðað um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti
að heiman.
Rétt er að taka fram að öll eru velkomin á íþrótta- og leikjanámskeið HSV, búseta á
starfssvæði HSV er ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Heiðar Birnir Torleifsson á netfanginu
ithrottaskoli@hsv.is