Íþrótta og leikjanámskeið HSV hefst 08. júní nk.
Námskeiðin verða fjögur talsins og eru fyrir öll börn fædd 2012-2015.
Skráning og greiðsla fer fram á þessum vef Sportabler | Vefverslun
Námskeiðin verða á eftirfarandi dögum:
8.-10. júní → Verð 3000 krónur (3 dagar).
13.-16. júní → Verð 4000 krónur (4 dagar).
20.-25. júní → Verð 5000 krónur (5 dagar).
27.- 01. júlí → Verð 5000 krónur (5 dagar).
Skráning og greiðsla fer fram hér Sportabler | Vefverslun Skrá þarf iðkendur á þær vikur sem taka á þátt í. Dagskrá hverrar viku er mismunandi.
Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 9-12. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl. 8:30 án skipulagðrar dagskrár. Umsjón með námskeiðunum hefur Heiðar Birnir yfirþjálfari íþróttaskóla HSV.
Leikjanámskeiðin verða með sama sniði og á síðasta ári. Um er að ræða hefðbundið námskeið fyrir börn í 1.-2. bekk þ.e, farið verður í leiki, fjöruferðir, hjólaferðir, fjallgöngur, sund, ýmsar íþróttagreinar prófaðar og margt fleira. Mæting fyrir 1.-2.bekk og er við Íþróttahúsið á Torfnesi.
Fyrir börn í 3.-4. bekk verður önnur dagskrá. Í fyrsta vikunni verða sundæfingar og almennar íþróttaæfingar. Í viku tvö verða hjólreiðar. Í viku þrjú verður golfnámskeið og í viku fjögur verður hefðbundinn dagskrá.
Ýmsir þjálfarar munu koma að þessum þætti námskeiðsins.
Á öllum námskeiðunum er nesti borðað um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman.
Rétt er að taka fram að öll börn eru velkomin á íþrótta- og leikjanámskeið HSV, búseta á starfssvæði HSV er ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Heiðar Birnir á netfanginu ithrottaskoli@hsv.is