Íþrótta og leikjanámskeið HSV hefst 08. júní nk.
Námskeiðin verða fjögur talsins og eru fyrir öll börn fædd 2012-2015.
Skráning og greiðsla fer fram á þessum vef Sportabler | Vefverslun
Námskeiðin verða á eftirfarandi dögum:
8.-10. júní → Verð 3000 krónur (3 dagar).
13.-16. júní → Verð 4000 krónur (4 dagar).
20.-25. júní → Verð 5000 krónur (5 dagar).
27.- 01. júlí → Verð 5000 krónur (5 dagar).
Skráning og greiðsla fer fram hér Sportabler | Vefverslun Skrá þarf iðkendur á þær vikur sem taka á þátt í. Dagskrá hverrar viku er mismunandi.
Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 9-12. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl. 8:30 án skipulagðrar dagskrár. Umsjón með námskeiðunum hefur Heiðar Birnir yfirþjálfari íþróttaskóla HSV.
Leikjanámskeiðin verða með sama sniði og á síðasta ári. Um er að ræða hefðbundið námskeið fyrir börn f. 2014-2015. Farið verður í leiki, fjöruferðir, hjólaferðir, fjallgöngur, sund, ýmsar íþróttagreinar prófaðar og margt fleira. Mæting fyrir börnin f. 2014-2015 er við Íþróttahúsið á Torfnesi allar vikurnar.
Fyrir börn f. 2012-2013 verður önnur dagskrá. Í fyrstu vikunni verða sundæfingar og almennar íþróttaæfingar. Í viku tvö verður golfnámskeið og fer það fram á svæði Golfklúbbs Ísafjarðar í Tunguskógi. Í viku þrjú verður almennt námskeið og í viku fjögur verður hjólreiðarnámskeið. Mæting er fyrir börnin f. 2012-2013 við íþróttahúsið á Torfnesi allar vikurnar fyrir utan viku tvö(golfnámskeiðið). Þá verður mæting við golfskálann í Tunguskógi.
Þjálfararnir sem koma að námskeiðunum eru Árni Heiðar Ívarsson, Sigþór Snorrason ásamt Heiðari Birni yfirþjálfara íþróttaskóla HSV. Um sundæfingarnar fyrir börn f. 2012-2013 sér Páll Janus Þórðarson og um golfæfingarnar fyrir sama aldursflokk sjá þjálfarar frá Golfklúbbi Ísafjarðar.
Einnig vinna á námskeiðinu starfsmenn úr vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.
Á öllum námskeiðunum er nesti borðað um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman(ath ekkert sem inniheldur).
Rétt er að taka fram að öll börn eru velkomin á íþrótta- og leikjanámskeið HSV, búseta á starfssvæði HSV er ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Heiðar Birnir á netfanginu ithrottaskoli@hsv.is