Stofnfundur Íþróttafélagsins Vestra, nýs sameinaðs íþróttafélags á norðanverðum Vestfjörðum verður haldinn laugardaginn 16. janúar 2016 kl. 16.00 á fjórðu hæð Stjórnsýsluhúss Ísafjarðarbæjar. fundurinn er öllum opinn og hvetur sameiningarnefnd áhugasama um að koma og taka þátt í stofnun nýs og öflugs íþróttafélags.

Að baki stofnunar Vestra eru fimm íþróttafélög sem stefna að sameiningu undir merkjum hins nýja félags; Boltafélag Ísafjarðar (BÍ88), Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar (KFÍ), Blakfélagið Skellur, Sundfélagið Vestri og knattspyrnudeild UMFB í Bolungarvík.

Dagskrá fundar;

 

  1. Fundarstjóri kjörinn
  2. Stofnun félags
  3. Samþykktir/lög félags
  4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
  5. Önnur mál

Að lokinni hefðbundinni dagskrá verður boðið upp á kaffi og léttar veitingar.