Íþróttasálfræði
fjarnámskeið frá Endurmenntun Háskóla Íslands
23. og 24. febrúar
Námskeið haldið í samvinnu við geðsvið Landspítalans og ætlað íþróttafræðingum, sálfræðingum, þjálfurum og öðrum áhugasömum.
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu grunnatriði íþróttasálfræðinnar. Fjallað verður um kenningar í íþróttasálfræði og hvernig þeir sem starfa með íþróttamönnum geta nýtt þær kenningar til að bæta árangur íþróttamanna.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á eftirfarandi atriði:
Hugarþjálfun og skynmyndir. Hvað er hugarþjálfun og skynmyndir? Er hægt að bæta árangur í íþróttum með hugarþjálfun og skynmyndum? Hvernig fer hugarþjálfun fram?
Einbeiting í íþróttum. Hvað er einbeiting og hvernig skiptir hún máli í íþróttum? Hvað truflar einbeitingu? Hvernig er hægt að auka einbeitingu?
Markmiðssetning íþróttamanna. Hversu miklu máli skiptir markmiðssetning? Skiptir máli hvernig markmið eru sett?
Sjálfstraust. Hvað er sjálfstraust? Hvaða áhrif hefur sjálfstraust í íþróttum? Er hægt að hafa of mikið sjálfstraust í íþróttum? Hvernig er hægt að auka sjálfstraust hjá íþróttamönnum?
Kvíði og spennustig. Hvað er kvíði og spenna? Hvaða áhrif hefur kvíði og spenna á frammistöðu? Hvað hefur áhrif á spennustig íþróttamanna? Hvernig er hægt að stjórna spennustigi?
Endurgjöf. Hvað er endurgjöf? Hvaða máli skiptir endurgjöf í íþróttum? Skiptir máli hvernig endurgjöfin er? Endurgjöf og árangur.
Samstaða í íþróttum. Hvað er samstaða? Hvaða máli skiptir samstaða í íþróttum? Hvernig er hægt að auka samstöðu í hópum?
- Tími: Mánudagur 23. febrúar kl. 13:00-16:00 og þriðjudagur 24. febrúar kl. 9:00-12:00.
- Staður: Fæðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði. Kennt í gegnum fjarfundabúnað.
- Kennari: Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur.
- Verð: 15.500 kr.
Skráning á námskeiðið er á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða www.frmst.is eða í síma 456 5025. Mikilvægt að skrá sig tímanlega.