Við vekjum athygli ykkar á því að Rannís – Rannsóknarmiðstöð Íslands hefur opnað fyrir umsóknir um styrki úr íþróttasjóði vegna verkefna ársins 2024.
Umsóknarfrestur er til kl. 15.00 mánudaginn 2. október 2023.
Sækja skal um á eftirfarandi slóð: https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/
Styrkir eru veittir til eftirfarandi verkefna:
- Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
- Útbreiðslu- og fræðsluverkefna, sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að inngildingu í íþróttum
- Íþróttarannsókna
- Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga
Umsóknum skal skilað rafrænt. Aðgangur að umsóknarkerfi, eyðublöðum fyrir skýrslur, matskvarða, ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn o.fl., er að finna á síðu sjóðsins.
Nota þarf rafræn skilríki við gerð umsóknar og eingöngu er tekið við rafrænum fylgigögnum.
Ekki er hægt að sækja um lægri styrki en 250 þúsund.
Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson í netfang ithrottasjodur@rannis.is eða í GSM síma 699 2522