Eftir úrslit gærdagsins í 1.deild karla er það ljóst að KFÍ eru orðnir Deildarmeistarar í 1. deild og sæti í Iceland Expressdeildinni staðreynd.  Þetta er frábær árangur hjá KFÍ mönnum sem hafa staðið sig gríðarlega vel á öllum vígstöðum í vetur.  KFÍ enduðu í 2. sæti í sínum riðli í Lengjubikarnum og lögðum að velli bæði Hauka og Fjölni, en þau eru í IE deild.  Liðið komst í fjöggurra liða úrslit í Powerade bikarkeppninni og duttu þar út gegn Powerade meisturunum sjálfum Keflavík 77-90 í hörkuleik. Glæsilegur árangur,  til hamingju KFÍ.


Sjá frekar fréttir af KFÍ á heimasíðu félagsins www.kfi.is