Frétt af heimasíðu Vestra KSÍ C1 þjálfaranámskeið
Dagana 16.-18. september 2022 verður KSÍ C1 þjálfaranámskeið kennt hér á Ísafirði.
Námskeiðið er fyrir alla áhugasama og engin skilyrði fyrir þekkingu eða reynslu í knattspyrnuþjálfun.
Námskeiðsgjald er 21.000kr,-
Við hvetjum alla áhugasama til að skrá sig og vera með okkur í þessu. Aldurstakmark á námskeiðið miðast við að þátttakendur séu fæddir árið 2007 og fyrr.
Skráning á námskeiðið fer fram hér.
Einnig er hægt að sækja um styrk fyrir námskeiðinu. Styrktarbeiðnir má senda á margeir@vestri.is.