Ungmennafélag Íslands stendur fyrir námskeiðum í Kompás undir yfirskriftinni, mannréttindi, lýðræði og barnasáttmálinn. Námskeiðin eru ætluð æskulýðsleiðtogum, kennurum og öðrum er vinna með ungu fólki sem fagaðilar eða áhugafólk.
Námskeiðin eru byggð á handbókinni Kompás. Kenndir verða hópeflisleikir ásamt hagnýtum verkefnum. Markmiðið er að virkja ungt fólk og vekja jákvæða vitund þeirra á mannréttindum, mannvirðingu og eflingu minnihlutahópa.
- Fyrsta námskeiðið verður haldið í Hrafnagilsskóla 14.-15 janúar þar sem mannréttindi verða tekin fyrir.
Leiðbeinendur verða Pétur Björgvin Þorsteinsson og Ágúst Þór Árnason. - Annað námskeiðið undir yfirskriftinni ,,Lýðræði" verður haldið á Húsavík 28.-29. janúar.
Leiðbeinendur þar verða Pétur Björgvin Þorsteinsson og Aldís Yngvadóttir. - Þriðja og síðasta námskeiðið undir yfirskriftinni ,,Barnasáttmálinn" verður haldið á Þórshöfn 11.-12. febrúar. Leiðbeinendur verða Pétur Björgvin Þorsteinsson og Elísabet Gísladóttir.
Dagskrá námskeiðanna er með þeim hætti að þau hefjast öll klukkan 18.30 á föstudögum til 21.30 með kvöldverði og hópefli. Á laugardeginum hefjast þau klukkan 9 og standa til klukkan 17.
Skráning og upplýsingar eru í síma 568-2929 eða á netfanginu alda@umfi.is