Hugmyndin að þessum æfingabúðum á Ísafirði kviknaði eftir ferðir í æfingabúðir í Serbíu s.l. tvö sumur og var ákveðið að færa þá hugmynd nær okkur á þennan hátt. Búðirnar verða opnar öllum sem áhuga hafa, sama hvaðan þeir koma af landinu. Einnig hefur verið spurst fyrir um þátttöku frá Moskvu svo ef allt fer á besta veg, verða þetta alþjóðlegar æfingabúðir.
Ljóst er að um stórverkefni er að ræða og mikil undirbúningsvinna hefur verið lögð í það. Boðið verður upp á gistingu og fæði í mötuneyti fyrir þá er það vilja. Gistingin verður á Gistivist Menntaskólans á Ísafirði (Edduhótel) og mötuneytið verður þar einnig. Verðið er 40.000 kr. fyrir þá sem verða í búðunum og taka einnig gistingu og fullt fæði.
Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri HSV er verkefnisstjóri búðanna og mun sjá um að taka við bókunum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Kristján í síma 861-4668 eða í netfangið hsv@hsv.is.