Það verður svo sannarlega körfuboltahátíð á Torfnesi um helgina. Hún hefst á föstudagskvöld þegar meistaraflokkur fær Valsmenn í heimsókn klukkan 19.15.
Á laugardag eigast svo sömu lið við í unglingaflokki 16-20 ára, sá leikur hefst klukkan 12 á hádegi. Einnig er fjölliðamót hjá 11 flokki sem eru 14-16 ára strákarnir okkar sem unnu sig upp í a-riðil á Akureyri um daginn. Þar má vafalaust sjá skemmtileg tilþrif. Þetta mót er í gangi laugardag og sunnudag.