Kristín afhenti styrkinn þegar stelpur í 1.-2. bekk voru á fullu í grunnþjálfun, 90% stúlkna á þessum aldri eru í íþróttaskóla HSV
Kristín Hálfdánsdóttir, rekstrarstjóri Landflutninga Samskipa á Ísafirði afhenti í gær íþróttaskóla HSV stórglæsilegan styrk. Um er að ræða ágóða af flutningsgjöldum vegna jólapakka til og frá Ísafjarðarbæ um jólin. Landflutningar-Samskipa ákváðu að andvirði flutninga jólapakka myndi alfarið renna til æskulýðsstarfs á hverju stað og rekstrarstjórum félagsins var falið að velja viðkomandi félag á sínu svæði. Landflutningar-Samskip á Ísafirði óskuðu eftir því að fá að styrkja íþróttaskóla HSV og þökkum við í HSV kærlega fyrir styrkinn sem kemur sér að góðum notum. Íþróttaskóli HSV er fyrir öll börn í 1.- 4. bekk grunnskóla. Íþróttskólinn býður upp á grunnþjálfun, boltaskóla, sund og skíði og ýmislegt meira. Markmið skólans að fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir og að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð. Þá fá börnin að kynnast sem flestum íþróttagreinum og að auka gæði þjálfunar, lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna og auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu.