Linda Rós Hannesdóttir
Linda Rós Hannesdóttir

Linda Rós Hannesdóttir Skíðafélagi Ísfirðinga hefur verið útnefnd efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2019.

Linda er sterk félagslega og góður liðsfélagi. Alltaf brosandi og býr til góðan anda. Hún er gríðarlega hæfileikarík og getur náð eins langt og hún vill. Hún hefur mikið keppnisskap og hefur unnið flest öll mót sem að hún hefur tekið þátt í hér landi. Hún hefur verið. unglingameistari, Andrésarmeistari og bikarmeistari. Linda var fyrst íslenskra kvenna í Fossavatnsgöngunni í vor. Hún hefur verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikurm æskunnar sem haldnir verða í Sviss í janúar 2020. Hún stefnir einnig á að komast á heimsmeistaramót ungmenna sem haldið er í Þýskalandi í febrúar 2020.

Linda er afburða hæfileikaríkur íþróttamaður, góð fyrirmynd yngri sem eldri iðkenda. Hún er góður liðsmaður sem lætur gott af sér leiða fyrir sitt félag.