Mikið og öflugt starf er í gangi hjá Höfrungi Þingeyri í vetur.  Börnin æfa af kappi blak og fótbolta fjórum sinnum í viku.  Boccia æfingar eru iðkaðar og fara æfingar fram á mánudögum og föstudögum. Á miðvikudögum er nú boðið upp á nýjung hjá Höfrungi en það er línudans.  Sunderóbik er tvisvar í viku á mánudögum og laugardögum og svo er fjölskyldutíminn á sunnudögum mjög vinsæll en þar koma fjölskyldur saman og foreldrar leika sér við börnin í hinum ýmsu íþróttum og leikjum.  Höfrungur stendur sig greinilega vel í að stuðla að hreyfingu og iðkun íþrótta meðal allra aldurshópa.