3X Technology ehf hefur afhent HSV styrk að upphæð kr. 1.500.000. Með þessum styrk villl fyrirtækið fyrir hönd starfsmanna sinna stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Sérstaklega er horft til mikilvægis íþróttaiðkunar til forvarna. Þar sem barna- og unglingastarf er langtímaverkefni gefur fyrirtækið jafnframt fyrirheit um sambærilegan stuðning, að ári, fyrir árið 2019.

Jafnframt hefur Skaginn og Þorgeir & Ellert stutt Íþróttabandalag Akraness samtals að upphæð kr. 3.000.000 í sama tilgangi

Stofnaðir hafa verið sérstakir bankareikningar hjá Íslandsbanka, annarsvegar á Akranesi og hinsvegar á Ísafirði, sem eingöngu verða ætlaðir til stuðnings við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinganna.

 

Stuðningurinn er ekki sérstaklega ætlaður ákveðnum aðildafélögum innan íþróttahreyfinganna og munu forsvarsmenn hreyfinganna sjá um með hvaða hætti stuðningurinn, í þágu barna- og unglingastarfs í heimabyggð, verði nýttur. Sérstaklega er tekið fram að stuðningurinn er einungis ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfinganna.

Stjórn HSV mun að skipuleggja með hvaða hætti stuðningurinn nýtist sem best til að bæta gæði og faglega vinnu í starfi aðildarfélaga með forvarnargildi íþróttaiðkunar ungmenna í huga.

Fyrirtækin hvetja sem flesta, bæði einstaklinga og lögaðila, toæ að leggja verkefninu lið og þannig styðja við börn og ungmenni í sinni heimabyggð. Starfsmaður HSV gefur frekari upplýsingar um þetta verkefni og starf HSV almennt ef óskað er í síma 863-8886 eða hsv@hsv.is

Frjáls fjárframlög má leggja inn á eftirfarandi reikninga sem eingöngu eru ætlaðir til stuðnings við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinganna:

Héraðssamband Vestfirðinga, kt. 490500-3160 – reikningsnr. 0556-14-400730

Íþróttabandalag Akraness, kt. 670169-2199 – reikningsnr. 0552-14-350180

HSV þakkar 3X Technology og starfsmönnum fyrirtækisins kærlega fyrir stuðninginn og hlakkar til að vinna með þeim að eflingu barna og unglingastarfs á næstu árum.