1 af 2

 

 

ÁNÆGJUVOGIN -STYRKUR ÍÞRÓTTA

 

Niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt

 íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.



Þriðjudaginn 5. febrúar munu UMFÍ, ÍSÍ og HSV standa í sameiningu fyrir fundi í Stjórnsýsluhúsinu, 4. Hæð, á Ísafirði og hefst fundurinn klukkan 20:00.

 

Ánægjuvogin er könnun sem UMFÍ og ÍSÍ stóðu að í sameiningu á stöðu íþróttastarfs, ánægju iðkenda, stöðu áfengis- og tóbaksnotkunar og fleira meðal sambandsaðila í 8.-10. bekk.

 

Á fundinum mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, m.a. ræða um hvort að íþróttahreyfingin standist áskoranir nútímasamfélags eða sé eingöngu að þjálfa til árangurs. Viðar mun styðjast við niðurstöður rannsóknarinnar Ánægjuvogin sem Rannsókn og greining gerði fyrir UMFÍ og ÍSÍ.

 

HSV hvetur alla þá sem láta sér íþróttastarf barna og unglinga fyrir brjósti brenna að mæta á fundinn og kynna sér niðurstöður þessarar áhugaverðu rannsóknar og taka þátt í opnum umræðum á eftir.

 

Dagskrá fundarins verður með eftirfarandi hætti:

 

20:00 – Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, setur fundinn.

 

20:05 – Dr. Viðar Halldórsson kynnir niðurstöður Ánægjuvogarinnar.

 

21:00 – Umræður og spurningar úr sal.

 

Þátttaka er ókeypis og öllum heimil.