Stjórn HSV hefur ákveðið að ráða Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur sem næsta framkvæmdastjóra HSV. Sigríður er menntaður sjúkraþjálfari og hefur um árabil verið einn af máttarstólpum vestfirskrar íþróttaflóru. 

HSV bindur miklar vonir við ráðningu og störf Sigríðar Láru og óskar  henni velfarnaðar í starfi.

Þá vill stjórn HSV þakka fyrir þann mikla áhuga sem starfinu var sýndur og óskar öllum umsækjendum gæfu og gleði í komandi framtíð. 

Stjórn HSV