Daniel Osafo-Badu hefur verið ráðinn til starfa sem yfirþjálfari HSV.

Daniel hefur mikla reynslu af þjálfun, hann hefur lokið við UFEA A gráðu og hefur hann m.a. starfað sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks Vestra í fótbolta, verið leikmaður liðsins auk þess að þjálfa yngri flokka. Einnig hefur Daniel starfað sem stuðningsfulltrúi í grunn- og menntaskóla.  Daniel stundaði nám við Kingston University árið 2010 í Sports Science.

Daniel er heimamaður og hefur skýra sýn á starfsemi íþróttaskólans og teljum við að hann sé vel til þess fallinn að taka við keflinu af Heiðari. Framtíðin er björt hjá HSV og hefur íþróttaskólinn fest sig í sessi á fyrstu árum Grunnskólans þar sem markmiðið með skólanum er að veita öllum börnum jöfn tækifæri þegar kemur að íþróttum og hreyfingu. Í íþróttaskólanum hafa allir nemendur tækifæri til að kynnast því íþróttastarfi sem er í boði í sveitarfélaginu okkar.

Daniel mun hefja störf um miðjan maí nk. og starfa við hlið Heiðars Birnis út maí mánuð, og tekur svo við keflinu frá 1. júní.

HSV hlakkar samstarfsins við Daniel um áframhaldandi uppbyggingu íþróttaskólans sem og við önnur góð verk HSV og Ísafjarðarbæjar í íþróttamálum.