Tíminn sem hér um ræðir er á mánudagskvöldum frá klukkan 19:30 - 21:30 og hefst mánudaginn 5. nóvember nk. Með þessu gefst fólki í héraðssamböndum og félögum af landsbyggðinni, kostur á að æfa við fullkomnar aðstæður þegar þau eru á ferðinni í borginni.
Þegar íþróttafólkið mætir í frjálsíþróttahöllinni þarf að gefa upp frá hvaða héraðssambandi eða félagi viðkomandi kemur frá.
Ef einverjar frekari upplýsinga er óskað þá hægt að fá nánari upplýsingar í þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568-2929 eða í tölvupósti á umfi@umfi.is.