Nú er komið að því að auglýsa eftir umsóknum um styrki í afrekssjóð HSV. Í annað sinn verður unnið eftir nýrri reglugerð sjóðsins. https://hsv.is/um_hsv/afreksmannasjodur/

 Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2018.

Tvær leiðir eru færar til að sækja styrk í sjóðinn:

 Annarsvegar verður hægt að sækja um að gera samning við sjóðinn til 1-3 ára samkvæmt 8. grein reglugerðar sjóðsins:

 8 gr.

Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn sem líklegir eru til að verða afreksmenn í framtíðinni. Sjóðurinn skal ná því markmiði með því að gera 1-3 ára samning. 

8.1 gr.

Samningsferli

Sæki afreksmaður  um að koma í samningsferli með afreksmannasjóði, skal hann leggja fram heildstæða og rökstudda áætlun til 1-3 ára um markmið og æfingaáætlun. Stjórn sjóðsins og umsækjandi ljúka samningsgerð. Samningarnir eru endurskoðaðir á hverju ári og eru uppsegjanlegir ef vanefndir verða á þeim.

8.2 gr.

Samningsgerð

Gera skal samning við íþróttamanninn, aðildarfélag hans, þjálfara og eftir atvikum aðstandendur.

8.3 gr.

Í samningi skal eftirfarandi koma fram:

  • Bakgrunnsupplýsingar samningsaðila
  • Markmið íþróttamanns
    • Skammtíma markmið
    • Langtímamarkmið
  • Æfingaáætlun
  • Yfirlit yfir stuðning afreksmannasjóðs
  • Greiðsluáætlun
  • Vörður og yfirlit yfir árangursfundi með stjórn afreksmannasjóðs

Hverri umsókn skal fylgja samþykki/undirskrift formanns félags eða deildar viðkomandi íþróttamanns. Þannig viljum við tryggja að umsóknir verði með vitund og vilja félaga/deilda. 

 

 

Hinsvegar verður hægt að sækja um samkvæmt grein 9 í reglugerð sjóðsins sem er fyrirkomulagið sem verið hefur síðustu ár. Þá þarf að nota umsóknarferlið inn á heimasíðu hsv og sækja félög um fyrir sína iðkendur í gegnum aðgang sinn. Nánari upplýsingar ásamt notendanafni félags og aðgansorði verður sent til formanna þeirra félaga sem sótt hafa um styrk áður í sérstökum pósti. Önnur félög hafi samband við hsv ef sækja á um styrk eftir þessari leið.

  1. gr.

Heimilt er að úthluta úr Afreksjóðnum einu sinni á ári til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til langtímasamnings.

Íþróttamaður sem er framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni fellur þar undir.

 

Vakni einhverjar spurningar um þetta umsóknarferli endilega hafið samband hsv@hsv.is.