Vegna fjölda fyrirspurna um skráningu iðkenda í hin ýmsu íþróttafélög vill stjórn HSV koma eftirfarandi á framfæri: 

Þær skráningar sem HSV og ÍSÍ hafa aðgang að í dag, eru skráningar fyrir árið 2023 og segja því ekkert um það í hvaða félag fyrirspyrjandi eða afkomendur hans eru skráðir í í dag.  HSV eða ÍSÍ get ekki farið inn í skráningar félaga til að afskrá iðkendur, það verður alltaf að gerast í gegnum viðkomandi íþróttafélag.  Allar stærstu íþróttagreinarnar innan HSV eru í dag farin að nota Sportabler og sé iðkand skráður þar ætti sá hinn sami eða forráðamaður hans að sjá skráninguna í gegnum sinn aðgang.

Þar sem HSV hefur ekki starfsmann til að sinna þessum verkefnum, höfum við fengið starfsmenn svæðisstöðva UMFÍ & ÍSÍ á Vestfjörðum til liðs við okkur. Þeir sem vilja fá þessar upplýsingar geta sent tölvupóst á þær Birnu eða Ebbu:

birna@siu.is

ebba@siu.is

Þær munu gera sitt besta til að svara öllum fyrirspurnum.

Þá er það jafnframt mikilvægt, til að þessi vinna nýtist íþróttahreifingunni sem best að fólk gefi greinargóðar upplýsingar til þeirra um það í hvaða íþróttafélög viðkomandi einstaklingar eiga með réttu að vera skráðir í.