Stjórn HSV hefur metið umsóknir um styrk frá Skaganum3X til að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda.  Styrkur Skagans 3X fyrir árið 2019 er kr. 1.500.000 en fyrirtækið gaf jafnháaðn styrk til aðildarfélaga HSV á síðasta ári. Alls bárust sjö umsóknir frá sex aðildarfélögum HSV. Öll félög sem sóttu um fengu styrk, styrkupphæðir voru frá 100.000 til 250.000.

Megin markmið styrks Skagans3X er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er keppa undir merkjum aðildarfélaga HSV. Horft er til allra aðildarfélaga HSV og bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er fyrst og fremst ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar.

Þau félög og verkefni sem hlutu styrk eru:

Golfklúbbur Ísafjarðar - Golfæfingar fyrir börn og unglinga með með námskeiðslotum PGA kennara. 

Grettir Flateyri - Styrki til að niðurgreiða að hluta gönguskíðabúnað fyrir 5-10 bekk.

Hörður handknattleiksdeild - Átak til að efla þátttöku barna sem hafa annað móðurmál en íslensku í íþróttastarfi og til að fjölga kvenkyns iðkendum í handbolta.

Skíðafélag Ísfirðinga - styrkur til að halda þjálfaranámskeið í alpagreinum á Ísafirði.

Skotíþróttafélag Ísfafjarðarbæjar - Átak til að auka og bæta þjálfun í bogfimi.

Vestri blakdeild - Styrkur vegna átaks í þjálfun yngstu iðkenda hjá deildinni.

Vestri körfuknattleiksdeild - Fræðslufyrirlestrar fyrir 11-16 ára iðkendur Vestra og annara aðildarfélaga HSV í tengslum við körfuboltabúðir Vestra 2019.