Stjórn Héraðssambands Vestfjarða (HSV) auglýsir eftir framkvæmdastjóra.


HSV er með starfssvæði í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi og hefur 18 virk aðildarfélög innan sinna vébanda. Sambandið vinnur náið með sveitarfélögunum tveimur að uppbyggingu íþróttamála á svæðinu ásamt því að vinna með aðildarfélögum að framgangi einstakra íþróttagreina.


Framkvæmdastjóri er starfsmaður stjórnar HSV og ber ábyrgð á daglegum rekstri ásamt samskiptum við sveitarfélög, aðildarfélög og aðra hagsmunaaðila innan íþróttahreyfingarinnar.

Helstu verkefni:

 • Umsjón með rekstri HSV ásamt áætlunargerð.
 • Eftirfylgni með framkvæmd Íþróttaskóla HSV.
 • Samskipti við Ísafjarðarbæ og eftirfylgni með framkvæmd samninga við bæjarfélagið.
 • Samskipti við aðildarfélög HSV.
 • Samskipti við UMFÍ, ÍSÍ og sérsambönd.
 • Samskipti við stjórn HSV.

Starfsmaðurinn sem við erum að leita að þarf:

 • Háskólagráðu sem nýtist í starfi.
 • Reynslu af rekstri.
 • Að elska íþróttir.
 • Að vera skipulagður.
 • Að geta komið fyrir sig orði í ræðu og riti.
 • Að vera jákvæður og með ríka þjónustulund.
 • Að vera tölvufær og geta unnið í helstu skrifstofuforritum ásamt því að hafa grunnþekkingu í að vinna með heimasíður.

 

Með umsókn skulu eftirfarandi gögn fylgja:

 • Afrit af prófskírteinum.
 • Meðmæli eða umsagnir um fyrri störf umsækjanda.


Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst.

Stjórn HSV áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Umsóknir skulu berast á netfangið hsv@hsv.is eða í pósthólf 90 - 400 Ísafjörður.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí.

Allar upplýsingar gefur Pétur G. Markan í síma 698- 4842 og 450- 8450 og Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, í síma 861 - 1072.