Styrktaræfingarnar fyrir unglinga byrja mánudaginn 16. október. Tímar verða á mánudögum og fimmtudögum kl. 14.50 til 15.50. Þessar æfingar eru fyrir krakka fædd 2005 til 2002. Það eru sjúkraþjálfararnir Tómas Emil Guðmundsson og Atli Jakobsson sem sjá um æfingarnar og verða þær með svipuðu sniði og í fyrra. Við höfum ákveðið að kalla þessar æfingar Afreksform HSV hér eftir.
Til að taka þátt þarf að skrá sig í skráningarkerfinu á heimasíðu HSV. Þetta er sama kerfi og notað er fyrir íþróttaskólann. Farið er inn á www.hsv.is og þar valið skráning iðkenda. Þegar búið er að skrá sig inn og velja iðkenda er val um að skrá sig á námskeiðið einu sinni í viku og kostar þá önnin kr. 3.000 eða vera tvisvar í viku og kostar önnin þá kr. 6.000.
Ekki er hægt að taka þátt í þessum æfingum ef börnin hafa ekki verið skráð á námskeiðið. Opið er fyrir skráningar til sunnudagsins 22. október. Ekki verður hægt að skrá sig eða taka þátt á haustönn eftir þann tíma.
Öllum iðkendum aðildarfélaga HSV fædd 2002-2005 er boðin þátttaka.