Sundfélagið Vestri og Ísafjarðabær taka saman höndum og bjóða upp á sundkennslu fyrir almenning á Ísafirði. Tilgangurinn er að efla sundmenningu í bæjarfélaginu með því að auka almenna þátttöku í íþróttinni.

Einnig verða sundgestir hvattir til aukinnar iðkunar með því að skrá sundferðir sínar hjá starfsfólki sundhallarinnar sem mun halda utan um ferðarfjölda þátttakenda. Viðurkenningar verða veittar þegar 12km, 25km, 50km og 100km er náð.

Átakið hefst þann 3. nóvember og verður leiðsögn á þriðjudögum kl.19:00-19:40

miðvikudögum og föstudögum kl. 06:45-07:45

Þáttakendur skrái sig hjá Margréti Eyjólfsdóttur í síma 867-7745

eða í afgreiðslu Sundhallar Ísafjarðar.