Albert Jónsson
Albert Jónsson
1 af 10

Sunnudaginn 24. janúar verður útnefndur iþróttamaður Ísafjarðarbæjar. 10 tilnefningar hafa borist frá íþróttafélögum bæjarins og verður valið tilkynnt í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 16 á sunnudaginn. Einnig verður tilkynnt um val á efnilegasta íþróttamanninum en þar eru sex ungir íþróttamenn tilnefndir. Eftir útnefningarnar býður Ísafjarðarbær upp á veitingar. Hófið er opið og allir velkomnir.

Tilnefningar til Íþróttamanns Ísafjarðarbæjar eru eftirfarandi:
Albert Jónsson SFÍ
Anton Helgi Guðjónsson Gólfklúbbi Ísafjarðar
Axel Sveinsson Knattspyrnudeild Harðar
Elmar Atli Garðarson BÍ88
Guðný Birna Sigurðardóttir Sundfélaginu Vestra
Hreinn Róbert Jónsson Handboltadeild Harðar
Ívar Már Valsson Skotíþróttafélagi Ísafjarðar
Kristín Þorsteinsdóttir Ívari
Margrét Rún Rúnarsdóttir Glímudeild Harðar
Nebojsa Knezevic KFÍ