HSV mun fara á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldin er um verslunarmannahelgina.  Landsmótið er haldið á Sauðárkróki og verður 12. Unglingalandsmót UMFÍ.  Unglingalandsmót er góð blanda af fjölbreyttri íþróttakeppni og annarri heilbrigðri afþreyingu fyrir ung fólk.  Lögð er áhersla á fjöldskylduvænt umhverfi þar sem þátttakendur okkar á aldrinum 11-18 ára eru í fyrirrúmi. Unglingalandsmót er vímulaus hátíð.

Nú taka allir stefnuna á Sauðárkrók um verslunarmannahelgina.  Unglingalandsmótin eru góð blanda af fjölbreyttri íþróttakeppni og annarri heilbrigðri afþreyingu fyrir ungt fólk. Lögð er áhersla á fjölskylduvænt umhverfi þar sem þátttakendur okkar á aldrinum 11-18 ára eru í fyrirrúmi.

Unglingalandsmótin hafa sýnt svo ekki verður um villst að það er lítill vandi að skemmta sér án vímuefna.  Sauðárkrókur er svo sannarlega staður sem vert er að heimsækja. Um verslunarmannahelgina mun hann iða af lífi ungmenna og fjölskyldna þeirra.

HSV mun sjá um að skrá keppendur til leiks og mun HSV greiða helming af keppnisgjöldum fyrir keppendur, keppnisgjaldið er 6000 kr, sem þýðir að HSV greiðir 3000 kr fyrir hvern keppanda og keppandinn 3000 kr. Keppandur þurfa að skrá sig og vera búinn að greiða HSV sitt gjald fyrir 25.júlí.   Skipuleggjandi og yfirfararstjóri HSV verður Guðni Guðnason og tekur hann við skráningum í tölvupóstfang guðnig@vis.is  og í síma 6605094, best er að senda honum tölvupóst. Upplýsingar sem þurfa að koma fram þar eru nafn og kennitala keppanda, keppnisgrein/ar keppanda, nafn, sími og tölvupóstfang foreldra/forráðarmanns.  Allar upplýsingar um keppnina er á heimasíðu Unglingalandsmótsins www.umfi.is/unglingalandsmot .

Eftirfarandi eru keppnisgreinar mótsins.

Frjálsíþróttir

Knattspyrna

Körfubolti

Sund

Skák

Glíma

Golf

Hestaíþróttir

Motocross.